SÉRÞEKKING & REYNSLA Stefnumótun& verkefnastjórnun Ég stýrði þriggja ára stefnumótun fyrir áfangastaðinn Austurland. Ég vann áfangastaðaáætlun fyrir Austurland sem nýttist við undirbúning fyrir svæðisskipulagsvinnu fyrir svæðið. Ég hef einnig unnið ferðamálastefnur fyrir sveitarfélög á Austurlandi. Atvinnuþróun Ég hef stýrt verkefnum á borð við “Efling Egilsstaðaflugvallar” þar sem ég hef lagt áherslu á að byggja upp eftirspurn eftir millilandaflugi beint á Austurland. Einnig hef ég komið að fjölmörgum byggðaþróunarverkefnum fyrir landsbyggðina. Nýsköpun Ég hef stýrt fjölmörgum vinnustofum og sprettverkefnum fyrir frumkvöðla og einnig tekið þátt í nýsköpunarverkefnum á landsvísu. Ég hef einnig verið í dómnefnd í Hackathon á landsbyggðinni. markaðssetning Ég hef stýrt markaðsaðgerðum fyrir áfangastaði og leitt vörumerkjaþróun undanfarin ár. Þar hef ég ávalt lagt áherslu á gæði og fagleg vinnubrögð. Viðburðir Ég hef komið að og séð um fjölmarga viðburði og sýningar síðustu árin. Þar má helst nefna umgjörð og hönnun sem og verkefnastjórnun. Hönnunarhugsun Ég hef setið námskeið í “Design thinking” og hef nýtt hönnunarhugsun í nær öllum verkefnum sem ég hef komið að síðastliðið ár. Ég hef m.a. unnið með kortlagningu á notendaferðalagi um flugvelli og hafnir. Uppbygging áfangastaða Ég hef talsverða reynslu á skipulagi áfangastaða og uppbyggingu þeirra sem og samstarfi við mismunandi hagsmunaaðila.Síðustu árin hef ég komið að framtíðarskipulagi fyrir vinsæla áfangastaði á Austurlandi. Stjórnmál og stjórnarseta Ég hef setið á Alþingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á tímabilinu 2018-2021 einnig hef ég verið aðalmaður í stjórn Byggðastofnunar frá 2018.