Hver er ég?
Nánar um mig:
Ég heiti María Hjálmarsdóttir og er 40 ára. Ég er uppalin á Austurlandi en hef búið, starfað og verið við nám erlendis. Ég er gift dananum Jesper Sand. Við eigum saman 10 ára tvíbura, þau Elly Sand og Hjálmar Sand. Í apríl 2022 eignuðumst við hundinn Flóka, hann er hreinræktaður íslenskur fjárhundur og er yndislegur í alla staði.
Eftir tæplega 10 ára dásamlega dvöl á Austurlandi fluttum við fjölskyldan nýlega til Reykjavíkur.
Áhugamál og lífstíll:
Ég er hress týpa og elska húmor, fíflagang og fjör. Ég lauk nýverið byrjendanámskeiði í spuna á vegum Improv skólans það var frábær reynsla. Ég hef hug á að halda því áfram og fara á framhaldsnámskeið í spuna. Ég hef líka verið plötusnúður í þó nokkur ár og spilað í í frítíma í brúðkaupum, veislum, kokteilboðum ofl. Ég geng undir nafninu DJ Mariamey þegar ég spila.
Ég elska útivist, þá sérstaklega hjólreiðar, göngutúra með Flóka og fjallgöngur. (Ég hef þó ekki enn komið mér í að ganga á mörg fjöll, en finnst hugmyndin mjög spennandi) Ég hef brjálæðislegan áhuga á allir nýrri tækni, er fljót að tileinka mér hana og gefst nánast aldrei upp á að læra nýja spennandi hluti.