Fagleg, skapandi og hnitmiðuð ráðgjöf
Ég býð upp á faglega, skapandi og hnitmiðaða ráðgjöf í stefnumótun fyrirtækja og stofnana, markaðssetningu, innleiðingu á hönnunarhugsun og almenna ráðgjöf í atvinnuþróun og nýsköpun. Ég tek einnig að mér kennslu og fyrirlestra út frá minni sérþekkingu.
Síðustu árin hef ég verið í fararbroddi fyrir stefnumótandi verkefni fyrir áfangastaðinn Austurland. Ég hef komið að uppbyggingu á beinu flugi til Egilsstaða, hönnun áfangastaða á Austurlandi, markaðssetningu og utanumhald um kynningarmál.
Sérþekking
Ég heiti María Hjálmarsdóttir og er 41 ára. Ég er uppalin á Austurlandi en hef búið, starfað og verið við nám erlendis og sú reynsla hefur nýst mér vel. Ég er búsett í Reykjavík, gift og á 12 ára tvíbura og hund. Ég er gjarnan í leiðtogahlutverki í mínum störfum, er skapandi og óhrædd við að takast á við áskoranir. Ég hef ástríðu fyrir því sem ég geri og þau verkefni sem ég hef komið að hafa skipt mig miklu máli. Ég á auðvelt með að miðla reynslu og kveikja neista.